Hoppa yfir valmynd
Tungumál EN
Heim

Skráningar og leyfi á póstmarkaði

Póst- og fjarskiptastofnun veitir heimildir til að starfrækja póstþjónustu skv. 12. gr. laga um póstþjónustu nr. 19/2002. Heimildir eru tvenns konar, almennar heimildir og rekstrarleyfi. Póstþjónusta nær til móttöku og söfnunar, flokkunar, flutnings og skila á póstsendingum gegn greiðslu.
Sjá nánar lög um póstþjónustu nr. 19/2002 og reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu nr. 364/2003.
 

Almenn heimild 

Almenn heimild felur í sér réttindi til að starfrækja póstþjónustu aðra en þá sem telst til alþjónustu skv. 6. gr. laga nr. 19/2002. Aðilar sem hyggjast starfrækja póstþjónustu skv. almennri heimild skulu tilkynna PFS eigi síðar en fjórum vikum fyrir opnun þjónustunnar um fyrirætlan sína sbr. 13. gr. laga nr. 19/2002. 

Póstþjónustufyrirtæki með almenna heimild


Tilkynning um fyrirhugaða starfrækslu á póstþjónustu  (Rafrænt eyðublað)

Rekstrarleyfi 

Póstrekendur sem hyggjast veita alþjónustu skv. 6. gr. laga nr. 19/2002 skulu sækja um rekstrarleyfi til PFS sbr. 14. gr. laga nr. 19/2002. Við leyfisveitingu er PFS heimilt að leggja á kvaðir um alþjónustu alls staðar á landinu eða afmarkaða þætti alþjónustu á tilgreindu svæði. 

Póstþjónustufyrirtæki með rekstrarleyfi

Umsókn um rekstrarleyfi fyrir póstþjónustu (Rafrænt eyðublað)


Einkaréttur ríkisins

Frá 1. janúar 2006 hefur íslenska ríkið einkarétt á  póstþjónustu vegna póstsendinga bréfa allt að 50g að þyngd svo framarlega sem burðargjaldið  er minna en 2,5 sinnum lægsta burðargjald sem gildir fyrir venjuleg bréf innan lands. Sama gildir um dreifingu innanlands á bréfum frá útlöndum innan sömu takmarkana. Íslenska ríkið hefur einnig einkarétt á útgáfu frímerkja, uppsetningu póstkassa á almannafæri og er einu heimilt að nota póstlúðurmerkið til að kynna  póstþjónustu, sbr. 8. – 10. gr. sömu laga. 
PFS veitir rekstrarleyfishafa leyfi til að annast einkarétt ríkisins skv. V. kafla laga nr. 19/2002.Íslandspóstur hf. hefur frá 28. janúar 1998 farið með einkarétt ríkisins.
 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?