Hoppa yfir valmynd
Tungumál EN
Heim

Tíðnimál

Ljósvakinn er alþjóðlegur og skynsamleg notkun hans fyrir þráðlaus fjarskipti krefst náinnar samvinnu ríkja heimsins. Þessi samvinna fer fram á vegum Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU, International Telecommunications Union).

Á tíðniráðstefnum ITU (WRC, World Radio Conference), er formlega skilgreint og ákveðið hvaða tíðnisvið eru til ráðstöfunar fyrir hina ýmsu þjónustu (hljóðvarp, sjónvarp, farsíma, gervihnattafjarskipti, fjarskipti amatöra o.s.frv).

Greint er frá þessari skiptingu og þeim reglum sem um hana gilda í alþjóðlegri radíóreglugerð (Radio Regulation,RR). Ríki hafa nokkurt svigrúm til þess að skipuleggja ljósvakann innan þess ramma, sem RR setur.

Í Evrópu hefur samvinna á þessu sviði farið ört vaxandi á síðustu árum og hefur Ísland tekið virkan þátt í henni.Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?