Hoppa yfir valmynd
Tungumál EN
Heim

Kennimark viðfangs (OID)

Í samræmi við óskir samstarfshóps fjármálaráðuneytisins og Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF - áður SBV) árið 2007 stóðu Póst- og fjarskiptastofnun og Staðlaráð Íslands að því að koma á laggirnar skráningarstöð fyrir kennimörk viðfangs (e. Object Identifier: OID) í samræmi við kröfur sem vísað er til í staðlinum ITU-T X.660 frá alþjóðafjarskiptasambandinu og staðalsins ISO/IEC 9834 frá alþjóðastaðlasambandinu ISO, undir íslenska landsboganum {joint-iso-itu-t(2) country(16) is(352)}.

Þessi skráning var meðal annars tilkomin vegna vottunarstefnu í útgáfu rafrænna skilríkja, í samræmi við kröfur í ITU og ISO stöðlunum ITU-T X.509 og ISO/IEC 9594-8.

Póst- og fjarskiptastofnun og Staðlaráð Íslands, sem fulltrúar Íslands í ITU og ISO, staðfestu með formlegu samkomulagi að þessi skráning undir íslenska landsboganum {joint-iso-itu-t(2) country(16) is(352)} myndi fara fram hjá Póst- og fjarskiptastofnun.
Gjald fyrir skráninguna er. skv. Stjórnartíðindum 1.6.2007 kr. 16.000 og er því ætlað að mæta kostnaði við rekstur skráningarstöðvarinnar hjá PFS.


Hvað er Kennimark viðfangs?
Kennimark viðfangs ( e. Object Identifier; OID) er notað til að auðkenna ýmsa hluti í upplýsinga-og fjarskiptatækni og er skilgreint sem hnútpunktur í nafnarými (e. Namespace) sem byggt er eins og tré. Kennimark er byggt á ASN.1 ( Abstract Syntax Notation One) sem er skilgreint í staðlinum X-680 frá alþjóðafjaskiptasambandinu  ITU -T. ASN1.

Kennimörk koma víða við sögu þar á meðal í rafrænum skilríkjum, s.s. fyrir vísun í vottunarstefnu, yfirýsingskjöl og sem aðgreind heiti viðfanga ( e. Distinguished names). Þá er ASN.1 einnig notað fyrir eigindi og hluti í X.500 skráarkerfum og LDAP ( Lightweight Directory Access Protocol) samskiptum, fyrir hluti í MIB(Management Information Base) í SNMP( Simple Network Management Protocol) netsjónarkerfum og sem vísar í almennri forritun svo einhver dæmi séu tekin. 

Lýsing á starfsemi skráningarstöðvar fyrir kennimark viðfangs

Rafrænt umsóknareyðublað hér á vefnum

Nánari upplýsingar gefur Bjarni Sigurdsson, bjarni(hjá)pfs.is, sími 510-15

Listi yfir skráð kennimörk

Frekari upplýsingar:

http://www.oid-info.com

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?