Samskiptamiðlastefna
Stefna um notkun innri og ytri samfélagsmiðla
Fjarskiptastofa hefur mótað eftirfarandi samskiptamiðlastefnu. Stefnunni er ætlað að segja til um notkun stofnunarinnar á innri og ytri samskiptamiðlum.
Það er stefna Fjarskiptastofu:
- Að nýta Facebook og aðra samskiptamiðla til að efla ímynd og orðspor stofnunarinnar
- Að deila völdum fréttum og fræðsluefni á starfssviði Fjarskiptastofu
- Að auka umræðu um eftirlit með fjarskiptum, netöryggi og póstmálum
- Að efla þekkingu og sýnileika á þjónustu og hlutverki Fjarskiptastofu
- Að umgangast samskiptamiðla, á ábyrgð stofnunarinnar, af virðingu og líða ekki fordóma, níð, einelti eða móðganir á slíkum vettvangi
Stefnuna skal taka til endurskoðunar árlega. Stefna Fjarskiptastofu um notkun á samskiptamiðlum nær til allra starfsmanna hennar.
Síðast uppfært: Reykjavík 24. september 2019
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu