Hoppa yfir valmynd

Breyting á fjarskiptalögum

Tungumál EN
Heim

Breyting á fjarskiptalögum

18. apríl 2007

Þann 17. mars sl. samþykkti Alþingi lög nr. 39/2007um breytingu á lögum um fjarskipti nr. 81/2003.
Megintilgangurinn með þessari breytingu er að auka öryggi í fjarskiptum, auka neytendavernd og að styrkja ákvæði laganna er fjalla um vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs.  Breytingarnar byggjast á starfi starfshóps sem samgönguráðherra skipaði í maí 2005 til að fjalla um öryggi fjarskipta.  Meðal þeirra ákvæða sem er að finna í nýju lögunum er:

  • Ákvæði er mælir fyrir um skyldu fjarskiptafyrirtækja til að skjalfesta hvernig staðið er að net- og upplýsingaöryggi ásamt heimild eftirlitsaðila til að framkvæma öryggisúttektir. 
  • Bann við að komið sé fyrir hugbúnaði í endabúnaði notanda án samþykkis þeirra.
  • Notendur almennrar tal- og farsímaþjónustu sem liðar í markaðssetningu virði bannmerkt símanúmer í símaskrám. Jafnframt er kveðið á um rétt viðtakanda til að fá vitneskju um hvaðan þær upplýsingar koma sem liggja úthringingu til grundvallar.
  • Ákvæði laganna frá 2003 sem fjallar um óumbeðin fjarskipti tekur einnig til smáskilaboða (SMS) og að tekur ótvírætt til notkunar á farsíma við beina markaðssetningu þegar markpóstur er sendur með smáskilaboðum.

Lög um fjarskipti nr. 81/2003

Lög nr. 39/2007 um breytingu á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003

 
 

Til baka