Hoppa yfir valmynd

Atvinnutækifæri - auglýst eftir forstöðumanni og sérfræðingi

Tungumál EN
Heim

Atvinnutækifæri - auglýst eftir forstöðumanni og sérfræðingi

23. janúar 2006

Póst- og fjarskiptastofnun auglýsir eftir forstöðumanni fjarskiptaáætlunar og sérfræðingi í fjarskipta- eða upplýsingakerfum.

Forstöðumaður fjarskiptaáætlunar
Forstöðumaður skipuleggur framkvæmd fjarskiptaáætlunar innan Póst- og fjarskiptastofnunar. Hann sér um samræmingu, tilboðs- og samningagerð og samskipti við hagsmunaaðila. Í starfi þessu reynir á skipulagshæfileika, frumkvæði, verkstjórn og mannleg samskipti.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu háskólamenntaðir. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi víðtæka starfsreynslu við stjórnun auk reynslu af uppbyggingu eða rekstri upplýsinga- eða fjarskiptakerfa. Tjáningarhæfni er jafnframt lykilatriði í starfi þessu.

Sérfræðingur í fjarskipta- eða upplýsingakerfum
Sérfræðingur stýrir og tekur þátt í verkefnum er snúa að framkvæmd fjarskiptaáætlunar. Hann hefur mikil samskipti við ráðgjafa, sem og verktaka er koma að framkvæmd fjarskiptaáætlunar.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu verkfræðingar, tölvunarfræðingar eða hafi sambærilega menntun. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu af uppbyggingu eða rekstri upplýsingakerfa eða fjarskiptakerfa.

Almennar hæfniskröfur til umsækjenda
Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti, ásamt kunnáttu í einu Norðurlandamáli. Áhersla er lögð á frumkvæði, faglegan metnað og skipuleg vinnubrögð, hæfni í mannlegum samskiptum auk metnaðar til árangurs í starfi.

Í boði eru áhugaverð störf og ögrandi verkefni á traustum og vinalegum vinnustað í nánu samstarfi við alþjóðasamtök og erlendar systurstofnanir í aðildarlöndum EES.

Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar 2006. Gengið verður frá ráðningum skv. nánara samkomulagi. Vinsamlega athugið að fyrirspurnum verður eingöngu svarað hjá STRÁ MRI.

Guðný Harðardóttir og Birna V. Jakobsdóttir veita nánari upplýsingar, en viðtalstímar eru frá kl. 13-15 alla virka daga. Vinsamlega sendið eigin starfsferilskrár til stra@stra.is ásamt viðeigandi prófgögnum.

 

Til baka