Hoppa yfir valmynd

Lokun NMT-farsímakerfisins frestað: Samfelld þjónusta á NMT-450 tíðnisviði nauðsynleg

Tungumál EN
Heim

Lokun NMT-farsímakerfisins frestað: Samfelld þjónusta á NMT-450 tíðnisviði nauðsynleg

2. janúar 2006

Póst- og fjarskiptastofnun hefur tilkynnt Símanum að heimild verði nýtt til að fresta lokun NMT kerfisins til 31. desember 2008.
Sú ákvörðun byggir  m.a. á umsögnum sem bárust við umræðuskjali sem PFS birti þann 24. október um framtíðarnotkun NMT-450 tíðnisviðsins á Íslandi.
Alls bárust 9 umsagnir frá hagsmunaaðilum; Ericsson Danmark A/S, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Neyðarlínunni, Nordisk Mobiltelefon AB, Nortel, Og Vodafone, Orkustofnun, Samtökum ferðaþjónustunnar og Símanum. Þrír umsagnaraðila hafa áhuga á að byggja upp nýtt fjarskiptanet, 2 eru framleiðendur tækjabúnaðar og 4 eru aðrir hagsmunaaðilar.
 
Í bréfi Póst- og fjarskiptastofnunar til Símans segir m.a.:
“Póst- og fjarskiptastofnun telur nauðsynlegt að gera ráðstafanir til þess að stuðla að því að notendum standi ávallt til boða langdræg
farsímaþjónusta. Flest bendir til þess að NMT þjónustan muni leggjast af og að við muni taka stafræn farsímaþjónusta innan fárra ára, sbr. umræðuskjal Póst- og fjarskiptastofnunar. Stefnt verður að því að ný þjónusta verði í boði fyrir lok ársins 2007, en á þessari stundu er ekki hægt að segja fyrir um með fullkominni vissu hvort þjónustan verði komin í rekstur á þeim tíma. Því hefur Póst- og fjarskiptastofnun í hyggju að nota heimild sem stofnunin hefur skv. 2. gr. áðurnefndrar heimildar Landssíma Íslands hf. til notkunar á tíðnum fyrir NMT 450 farsímaþjónustu og fresta lokun NMT þjónustu Landssíma Íslands hf. til 31. desember 2008. Hugsanlegt er að þeirri dagsetningu verði breytt og ákveðið verði að leggja þjónustuna niður fyrr ef öruggar upplýsingar liggja fyrir um að ný þjónusta geti tekið við fyrir þennan tíma. Slíkar breytingar yrðu tilkynntar eigi síðar en 31. desember 2006. Ef NMT-450-þjónustan verður starfrækt eftir 31. desember 2007, hyggst Póst- og fjarskiptastofnun gefa út sérstaka tímabundna tíðniheimildvegna þeirrar starfsemi. Sú tíðniheimild yrði þrengri en núgildandi heimild þar sem nauðsynlegt er að samkeyra NMT þjónustuna og hina nýju stafrænu þjónustu í einhvern tíma. Landssíma Íslands hf. er hér með gefinn frestur til 23. janúar 2006 til þess að koma sjónarmiðum sínum varðandi þetta mál á framfæri við Póst- og fjarskiptastofnun. Að þeim tíma liðnum mun stofnunin taka ákvörðun í málinu.”
 
Sjá nánar samantekt svara úr umræðuskjalinu

Sjá umræðuskjal

Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar í síma 510-1500.

Frétttilkynning 2. janúar 2006

Til baka