Hoppa yfir valmynd

Spurningar og svör vegna UHF útboðs

Tungumál EN
Heim

Spurningar og svör vegna UHF útboðs

15. apríl 2005

Fyrirspurn móttekin þann 9. maí 2005
X óskar hér með eftir að skilafrestur vegna ofangreinds útboðs verði framlengdur um 4 vikur. Ástæðan er að byggja þarf á umfangsmiklum tæknilegum forsendum, sem reynst hefur tafsamt að ná saman. Auk þess þarf erlendur ráðgjafi X lengri tíma til sinna athugana og telur ekki mögulegt að ljúka þeim innan tilskilins frests.

Svar PFS 12. maí 2005
Póst- og fjarskiptastofnun tilkynnir að áður auglýstur tilboðsfrestur vegna útboðs á UHF tíðnum fyrir stafrænt sjónvarp á landsvísu skv. DVB-T staðli, sem var til 17. maí nk., er  hér með framlengur til 31. maí nk. kl. 11:00. Opnun tilboða mun fara fram á fundi sem hefst um leið og hinn framlengdi tilboðsfrestur er liðinn, hjá Póst- og fjarskiptastofnun, að Suðurlandsbraut 4, 2. hæð, sbr. lið 4.2. í útboðslýsingu.
Leitast verður við að tilkynna bjóðendum hvort tilboði þeirra verður tekið eða hafnað á áður auglýstum tíma, 27. júní nk.

*

 Vísað er í fyrri hluta 5.mgr. 6.14 gr:
Bjóðandi skal tilgreina, hvaða verndarhlutfall (protection ratio) gagnvart grannrásum með hliðrænu sjónvarpi hann notar við hönnun dreifikerfisins.”
Spurt er
1.1) “Getur verið þarna einskonar “Catch 22,” þ.e. að gert sé ráð fyrir að bjóðendur eigi að vita og taka tillit til þess sem aðrir eru gera eða íhuga að gera. Hvernig er hægt að ætlast til þess?”

Svar PFS

PFS  telur að þetta atriði muni í raun aðeins eiga við höfuðborgarsvæðið, þar sem gert er ráð fyrir að úti á landi muni umsækjendur kjósa að senda út stafrænt á rásum, þar sem hliðrænt sjónvarp er ekki á aðliggjandi rás. Nægjanlegt svigrúm ætti að vera fyrir hendi til þess að svo geti orðið.
Á höfuðborgarsvæðinu verður hins vegar að gera ráð fyrir stafrænum útsendingum á rásum, þar sem hliðrænt sjónvarp er á aðliggjandi rás.
4. og 5.mgr. 6.14 gr. útboðslýsingarinnar hljóða svo í heild sinni:
“Sýna skal fram á með útreikningum skv. viðurkenndum aðferðum að áætlaðir sendistaðir, útgeislað afl og stefnuvirkni loftnets á hverjum sendistað, valdi ekki skaðlegum truflunum á núverandi sjónvarpsútsendingum með hliðrænni tækni.
Bjóðandi skal tilgreina, hvaða verndarhlutfall (protection ratio) gagnvart grannrásum með hliðrænu sjónvarpi hann notar við hönnun dreifinetsins. Rökstyðja verður valið með tilvísun í rannsóknir og mælingar, sem gerðar hafa verið í þessu skyni og birtar, t.d. af ITU eða EBU (European Broadcast Union).”
Með tilvísun til ofangreindra skilyrða í útboðslýsingu telur PFS einsýnt að vernd núverandi hliðrænna útsendinga sé tryggð með fullnægjandi hætti, enda geti bjóðendur sýnt fram á að ofangreindar kröfur séu uppfylltar.
Að sjálfsögðu mun PFS við mat á tilboðum sannreyna með viðeigandi hætti hvort svo sé.

*
1.2) “Þarf ekki Póst- og fjarskiptastofnun að segja hvaða verndarhlutfall hún ein getur ákveðið að nota við úthlutanir til ólíkra aðila?”

Svar PFS
Ekki verður fallist á að nauðsynlegt sé að PFS ákveði fyrirfram hvert verndarhlutfallið skuli vera.
Telja verður fullnægjandi að bjóðendur tilgreini og rökstyðji, sbr. 4. og 5.mgr. 6.14 gr. útboðsins, hvaða verndarhlutfall hann notar við hönnun dreifikerfisins.
Vísað er að öðru leyti til skýringa undir lið 1.1

*
1.3) “Ef Póst- og fjarskiptastofnun varpar af sér ábyrgðinni, hver ber þá ábyrgð á afleiðingunum?

Svar PFS
Ekki verður fallist á að PFS varpi af sér ábyrgð.
Vísað er til skýringa undir liðum 1.1 og 1.2 hér að ofan.

Sjá útboðslýsingu á UHF-rásum


 

 

Til baka