Hoppa yfir valmynd

Ákvörðun PFS vegna synjunar um númera- og þjónustuflutning

Tungumál EN
Heim

Ákvörðun PFS vegna synjunar um númera- og þjónustuflutning

16. september 2010

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 24/2010 í kvörtunarmáli vegna synjunar á númeraflutningi. Með bréfi, dags. 14. júní 2010, barst Póst- og fjarskiptastofnun kvörtun frá Símanum hf. vegna synjunar Og fjarskipta ehf. (Vodafone) á númeraflutningi. Hafði Síminn sent beiðni um að fjarskiptaþjónusta tiltekins fyrirtækis yrði flutt yfir til Símans og borist samþykki við flutningunum samdægurs. Vodafone hafnaði því síðan að númeraflutningur gæti átt sér stað þar sem umrætt fyrirtæki væri bundið í samningi við Vodafone til ársins 2012.

Í ákvörðun sinni kemst PFS að þeirri niðurstöðu að Vodafone hafi verið heimilt að synja númera- og þjónustuflutningsbeiðni Símans þar sem bindisamningur var til staðar á milli Vodafone og umrædds fyrirtækis. PFS taldi sig ekki hafa valdheimildir til að leggja mat á skuldbindingargildi upphaflegs samþykkis Vodafone, sem barst sjálfkrafa úr kerfi Hins íslenska númerafélags.

Sjá ákvörðunina í heild: Ákvörðun PFS nr. 24/2010 í kvörtunarmáli vegna synjunar á númeraflutningi. (PDF)

 

Til baka