Hoppa yfir valmynd

Ný skýrsla PFS: Greining kvartana til Neytendasamtakanna vegna fjarskiptamála

Tungumál EN
Heim

Ný skýrsla PFS: Greining kvartana til Neytendasamtakanna vegna fjarskiptamála

7. nóvember 2011

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur tekið saman skýrslu þar sem greind eru þau umkvörtunarefni vegna fjarskiptamála sem komu inn á borð Neytendasamtakanna á árinu 2010.

Í ársskýrslu Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna fyrir árið 2010 sem út kom í byrjun árs kom fram að fyrirspurnir til hennar vegna fjarskiptamála voru í 4. sæti hvað varðaði fjölda erinda. Í framhaldi af útgáfu ársskýrslunnar setti PFS sig í samband við Neytendasamtökin og óskaði eftir sundurgreiningu á eðli þeirra kvartana sem höfðu borist samtökunum vegna fjarskiptamála árið 2010.  Var því erindi vel tekið og fékk lögfræðingur PFS sendan lista yfir helstu tegundir þessara kvartana til greiningar.  Við greininguna voru ýmsir þættir skoðaðir s.s hvort um væri að ræða brot á fjarskiptalögum, skort á vernd í lögum, skort á upplýsingum o.s.frv.

Í skýrslunni sem nú er birt er greiningunni á kvörtunarefnum skipt í þrjá efnisflokka; kvartanir vegna reikninga, kvartanir sem snúa að markaðssetningu og kvartanir vegna þjónustu og aðgengis að upplýsingum.

Sjá nánar:
Greining á kvörtunum neytenda til Neytendasamtakanna vegna fjarskiptamála árið 2010 (PDF)

Nánari upplýsingar um skýrsluna gefur Guðmunda Áslaug Geirsdóttir lögfræðingur PFS, gudmunda(hjá)pfs.is

 

Til baka