Hoppa yfir valmynd

Ákvörðun PFS í ágreiningsmáli IceCell ehf. og Og fjarskipta ehf. (Vodafone) um samtengingu neta

Tungumál EN
Heim

Ákvörðun PFS í ágreiningsmáli IceCell ehf. og Og fjarskipta ehf. (Vodafone) um samtengingu neta

2. júní 2009

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 10/2009, IceCell ehf. gegn Og fjarskiptum ehf. (Vodafone) í ágreiningsmáli um samtengingu farsímaneta fyrirtækjanna.
Í máli þessu krafðist IceCell þess að PFS kvæði á um að Vodafone yrði gert skylt að opna fyrir samtengingu fyrirtækisins við IceCell en Vodafone hafði lokað fyrir samtenginguna í júlí 2008 vegna gruns um misnotkun á netinu og sviksamlegt athæfi.
Í ákvörðunarorðum segir:

„Með vísun til ofangreinds er það niðurstaða Póst- og fjarskiptastofnunar að Og fjarskiptum ehf. (Vodafone) hafi verið heimilt að loka fyrir samtengingu fyrirtækisins við IceCell á grundvelli 25. gr. reglna nr. 1222/2007 um virkni almennra fjarskiptaneta, sbr. og 8. gr. samtengisamningsins milli fyrirtækjanna, vegna gruns um sviksamlegt athæfi.

Að öllu framangreindu virtu verður Vodafone ekki gert skylt að samtengjast IceCell fyrr en Póst- og fjarskiptastofnun hefur gert úttekt á því hvort IceCell hafi gripið til viðeigandi og fullnægjandi öryggisráðstafana til að tryggja öryggi og vernd vegna samtengingar fjarskiptaneta, skv. lágmarkskröfum viðeigandi reglna þar að lútandi. Skal þeirri úttekt lokið eigi síðar en 1. nóvember 2009, að því gefnu að úttektin tefjist ekki vegna atvika sem ekki eru á valdi PFS. Er því hafnað kröfu IceCell ehf. um að Póst- og fjarskiptastofnun knýi á um að samtenging fyrirtækisins við Og fjarskipti ehf. (Vodafone) verði opnuð á ný.“

 

Ákvörðun PFS nr. 10/2009 (PDF)

 

 

Til baka