Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði við hagsmunaaðila um viðmiðunartilboð Mílu og Símans fyrir leigulínur

Tungumál EN
Heim

PFS kallar eftir samráði við hagsmunaaðila um viðmiðunartilboð Mílu og Símans fyrir leigulínur

6. nóvember 2009

Með ákvörðun PFS nr. 20/2007 um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á smásölumarkaði fyrir lágmarksframboð af leigulínum (markaður 7), heildsölumarkaði fyrir lúkningahluta leigulína (markaður 13) og heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína (markaður 14), frá 14. september 2007, og heimild í 29. gr. fjarskiptalaga, voru lagðar kvaðir á Mílu ehf. og Símann hf.
(Ath. að um er að ræða markaði skv. eldri tilmælum ESA frá 2004)

Meðal kvaða var kvöð um gagnsæi og að útbúa og birta opinberlega viðmiðunartilboð fyrir leigulínur.  Síminn skyldi birta upplýsingar um gjaldskrá, tæknilega eiginleika og afgreiðsluskilmála varðandi smásölumarkað fyrir lágmarksframboð á leigulínum.  Síminn og Míla skyldu útbúa og birta viðmiðunartilboð fyrir samtengingu leigulína og upplýsingar um aðgang að lúkningar- og stofnlínuhluta leigulína í heildsölu, þ.á.m. um gjaldskrá, tæknilega eiginleika og afgreiðsluskilmála.

PFS hefur nú borist afrit af viðmiðunartilboðum Mílu og Símans fyrir leigulínur. Áður en PFS tekur afstöðu til þess hvort að þau viðmiðunartilboð sem nú hafa verið birt af hálfu félaganna uppfylla þær kvaðir sem koma fram í ofangreindri ákvörðun PFS nr. 20/2007, svo og hvort þau samrýmast ákvæðum fjarskiptalaga að öðru leyti, óskar stofnunin eftir afstöðu hagsmunaaðila til viðmiðunartilboðanna. Öll verð hafa verið afmáð þar sem um þau verður fjallað í sérstöku máli varðandi kostnaðargreiningu leigulínuverða sem nú er til meðferðar hjá stofnuninni og koma þau því ekki samráðs hér.

Frestur til að senda inn umsagnir og athugasemdir er gefinn til 18. desember n.k.

Óskað er eftir að umsagnir, athugasemdir eða ábendingar verði sendar á rafrænu formi á netfangið oskar(hjá)pfs.is, en jafnframt er óskað eftir að stofnunin fái send frumrit til skráningar.

 

Samráðsskjöl:

Viðmiðunartilboð Símans:

Leigulínur - smásölumarkaður fyrir lágmarksframboð (markaður 7):

Lúkningarhluti leigulína (markaður 13):

Stofnlínuhluti leigulína (markaður 14):

Viðmiðunartiboð Mílu:

 

 

     

 

Til baka