Hoppa yfir valmynd

Samþjónusta lykilhugtak í nýrri fjarskiptaáætlun

Tungumál EN
Heim

Samþjónusta lykilhugtak í nýrri fjarskiptaáætlun

17. apríl 2005

Samþjónusta er lykilhugtak í nýrri fjarskiptaáætlun sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur kynnt. Hugtakið nær til nýrra íslenskra viðmiða umfram reglur Evrópusambandsins um lágmarks-fjarskiptaþjónustu sem skylt er að veita, svokallaða alþjónustu.
Stefnan er að Íslendingar verði í fremstu röð þjóða með hagkvæma, örugga, aðgengilega og framsækna fjarskiptaþjónustu.
Með séríslenskum viðmiðum er markmiðið að háhraðatenging verði komin inn á hvert heimili árið 2007, að menntakerfið verði háhraðavætt eigi síðar en 2008, að farsímasamband verði á öllum helstu stofnvegum og hálendinu eigi síðar en í árslok 2006 og að stafrænu sjónvarpi, þar með talið Ríkissjónvarpinu, verði dreift um allt land og miðin eigi síðar en 2007.  

Sjá nýja fjarskiptaáætlun (pdf-snið) 2 Mb

Til baka