Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði: Breytingar á skilmálum Íslandspósts, viðbótarafsláttur vegna reglubundina viðskipta

Tungumál EN
Heim

PFS kallar eftir samráði: Breytingar á skilmálum Íslandspósts, viðbótarafsláttur vegna reglubundina viðskipta

31. janúar 2013

Með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 16/2012 voru gerðar tilteknar breytingar á gjaldskrá Íslandspósts innan einkaréttar, skilmálum, sem og afsláttarkjörum.   Með úrskurði úrskurðarnefndar nr. 5/2012 var ákvörðun PFS staðfest, fyrir utan skilmála um viðbótarafslátt vegna reglubundina viðskipta. Taldi nefndin að í ákvörðun stofnunarinnar væri ekki að finna nægjanlegar röksemdir fyrir viðbótarafslættinum, þ.e.a.s. hvers vegna afslættirnir í tengslum við reglubundin viðskipti væru á bilinu 2-5%.

Eftir að úrskurður nefndarinnar lá fyrir áttu sér stað nokkur bréfaskipti á milli stofnunarinnar og Íslandspósts þar sem framhald málsins var sett í ákveðinn farveg. Eitt af því sem sammælst var um var að hin nýju afsláttarkjör vegna reglubundina viðskipta myndu gilda afturvirkt frá og með 1. nóvember 2012.

Með bréfi, dags. 29. janúar 2013 sendi Íslandspóstur síðan inn til PFS  tillögu að afsláttarkjörum vegna reglubundina viðskipta.

Hér með óskar PFS eftir athugasemdum hagsmunaaðila við þá tillögu Íslandspósts sem þar er lögð fram.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 20. febrúar 2013.

Í ljósi þeirrar sérstöku stöðu sem upp kom í framhaldi af úrskurði úrskurðarnefndar, þ.e. óvissu að því er varðar umfang afsláttar fyrir reglubundin viðskipti, telur PFS nauðsynlegt að niðurstaða stofnunarinnar liggi fyrir sem fyrst, enda má gera ráð fyrir að frekari dráttur á niðurstöðu um umfang afsláttaraf reglubundnum viðskiptum  geti haft neikvæðar  afleiðingar á rekstur þeirra fyrirtækja sem starfa á söfnunarmarkaði. Ekki er því gert ráð fyrir að umsagnarfrestur verði framlengdur.

PFS vekur athygli á að samráðið tekur einungis til þeirrar tillögu Íslandspósts sem sett er fram í fyrrnefndu bréfi fyrirtækisins til stofnunarinnar.

 

Til baka