Hoppa yfir valmynd

Síminn seldur til Skipta ehf.

Tungumál EN
Heim

Síminn seldur til Skipta ehf.

28. júlí 2005

Landsíminn verður seldur Skiptum ehf., félagi í eigu Bakkavararbræðra, KB-banka og lífeyrissjóða, fyrir tæpa 67 milljarða króna.
Þrjú tilboð bárust í Símann, öll frá innlendum félögum og voru þau öll metin gild. Fyrirtækið Skipti ehf, átti hæsta tilboðið, 66,7 milljarða króna, og fær að kaupa Símann. Fjárfestingarfélag Bakkavararbræðra Exista á 45% hlut í Skiptum, KB banki 30%, 4 lífeyrissjóðir eiga fimmtung oa aðrir minna. Kaupin eru fjármögnuð að mestu með eigin fé en einnig lánsfé sem KB banki sér um að útvega. Skrifað verður undir kaupsamning í Þjóðmenningarhúsinu á 5. ágúst, en hlutabréf og fé skipta um hendur að lokinni athugun Samkeppniseftirlits. Söluandvirði Símans verður að hluta til varið til að treysta innviði upplýsingasamfélagsins og
framfylgja nýrri fjarskiptaáætlun.  

Til baka