Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði vegna beiðni Mílu um að leggja niður vöruna „sérlausnir á etherneti“

Tungumál EN
Heim

PFS kallar eftir samráði vegna beiðni Mílu um að leggja niður vöruna „sérlausnir á etherneti“

14. september 2011

Með bréfi til Póst- og fjarskiptastofnunar dags. 7. september 2011, tilkynnti Míla ehf. að fyrirtækið hyggist leggja niður vöru sem nefnd hefur verið „sérlausnir á etherneti“. Varan er hluti af leigulínugjaldskrá sem tók gildi 1. ágúst s.l. Að sögn Mílu hafa komið fram gallar í framsetningu vörunnar og túlkun viðskiptavina sem leiða til þess að forsendur fyrir sérlausninni séu brostnar. Einnig telur Míla að ný leigulínuverðskrá hafi það í för með sér að þessi vara þjóni ekki lengur þeim tilgangi sem henni var upphaflega ætlað en verði hins vegar til þess að auka flækjustig.

Óskað er viðbragða fjarskiptafyrirtækja og annarra hagsmunaaðila við ofangreindum fyrirætlunum Mílu.

Bréf Mílu dags. 7. september 2011 (PDF)

Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til og með 28. september 2011. Umsagnir skal senda til Friðriks Péturssonar lögfræðings PFS, (fridrik(hjá)pfs.is).

Sjá einnig:

Upphaflegt samráð sem PFS kallaði eftir vegna „sérlausna á etherneti“ , dags. 27. ágúst 2010

Kafla 4.1. í ákvörðun PFS nr. 2/2011.

 

Til baka