Hoppa yfir valmynd

Nýr vefur PFS opnaður - Neytendakönnun og VoIP

Tungumál EN
Heim

Nýr vefur PFS opnaður - Neytendakönnun og VoIP

5. nóvember 2004

Nýr vefur Póst- og fjarskiptastofnunar opnaður:

  • Upplýsingar úr nýrri neytendakönnun.
  • Ný tegund símþjónustu líkleg til að skapa aukna samkeppni á símamarkaðnum.


Í dag opnaði samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, nýjan vef Póst- og fjarskiptastofnunar. Er vefurinn á vefslóðinni www.pfs.is.

Markmið vefsins er að auðvelda aðgengi að  upplýsingum um póst- og fjarskiptamál á einum og sama stað.

Í tilefni opnunarinnar eru nú birtar upplýsingar úr neytendakönnun sem gerð var til að kanna hegðun neytenda á fjarskiptamarkaði. Í könnuninni kom m.a. fram að 99% fólks á aldrinum 16-24 ára eiga eða hafa aðgang að GSM síma. Þá eru flestir viðskiptavnir sem hafa heimilissíma og fyrirfram greidd farsímakort hjá Símanum á aldrinum  55-75 ára meðan þeir eru flestir á aldrinum 25-34 ára hjá Og Vodafone. Helsta svar við spurningunni um hvað réði vali á þjónustuaðila fyrir heimilissíma og GSM síma hjá viðskiptavinum Símans var að þeir hafa bara alltaf verið þar en verð réð helst vali hjá viðskiptavinum Og Vodafone. Rúm 20% segjast einhvern tíman hafa skipt um þjónustuaðila fyrir heimilissíma og GSM síma en tæp 80% hafa aldrei skipt. Verð var helsta ástæða fyrir því að skipt var um þjónustuaðila en ánægja með þjónustuna hjá þeim sem aldrei hafa skipt. Sjá má ofangreindar niðurstöður á vef PFS: www.pfs.is

Einnig er birt á vefnum kynningarrit um mikilvæga nýjung,  talsímþjónustu með svo kallaðri Voice over IP (VoIP) tækni. Með slíkri þjónustu má búast við aukinni samkeppni á heimilis- og fyrirtækjasímamarkaðinum. Með þessari nýju tækni má búast við lægra verði á símtölum, samhæfni símkerfis við tölvunet heimila og fyrirtækja og að hægt verður að hefja símtöl eða taka á móti þeim alls staðar þar sem net-tenging er til staðar. Líklegt er að þessi tækni auðveldi nýjum fyrirtækjum að koma inn á fjarskiptamarkaðinn.  Almenningi og fyrirtækjum er boðið að senda athugasemir og ábendingar vegna VoIP til Póst- og fjarskiptastofnunar í pta@pfs.is  eða skriflega  fyrir 20. nóvember 2004.

 

Til baka