Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði um endurskoðun á reglum um númera- og þjónustuflutning í almennum fjarskiptanetum

Tungumál EN
Heim

PFS kallar eftir samráði um endurskoðun á reglum um númera- og þjónustuflutning í almennum fjarskiptanetum

30. mars 2010

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur í samráði við fjarskiptafyrirtæki unnið að endurskoðun á reglum nr. 949/2008 um númera- og þjónustuflutning í almennum fjarskiptanetum með það að markmiði að stytta afgreiðslutíma flutningsbeiðna. Er það m.a. gert með hliðsjón af kröfu um meiri skilvirkni númeraflutnings samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins nr. 2009/136/EB um breytingu á tilskipun nr. 2002/22/EB um alþjónustu og réttindi notenda að því er varðar rafræn fjarskiptanet og -þjónustu.

Við þessa endurskoðun hefur einnig verið horft til breytinga sem eru til þess fallnar að skýra réttindi neytenda og réttindi og skyldur fjarskiptafyrirtækja varðandi framkvæmd númera- og þjónustuflutnings og afmarka nánar eftirlitsúrræði Póst- og fjarskiptastofnunar þar að lútandi.

PFS kallar eftir frekara samráði við hagsmunaaðila um þær breytingar sem stofnunin hyggst gera á númera- og þjónustuflutningsreglum. Af því tilefni þykir rétt að gera grein fyrir helstu breytingum sem áformaðar eru og forsendum að baki þeim.

Hagsmunaaðilum er hér með gefinn kostur á því að gera athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á reglum um númera- og þjónustuflutning. Liggja regludrögin fyrir í tveimur eintökum, eitt sem sýnir fyrirhugaðar breytingar (track changes) og annað á pdf. formi sem sýnir hvernig reglurnar munu koma til með að líta út samkvæmt þeim.

Geri hagsmunaaðilar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar er þess óskað að vísað sé með skýrum hætti til hvaða ákvæða regludraganna þær taka til.

Umsagnarfrestur er til 21. apríl 2010.

Sjá samráðsskjöl hér fyrir neðan:

Drög að endurskoðuðum reglum með breytingum sýnilegum (Word skjal með "track changes")

Drög að endurskoðuðum reglum skv. tillögu PFS (PDF skjal)

Skýringar við fyrirhugaðar breytingar á reglum um númera- og þjónustuflutning (PDF)

 

 

Til baka