Hoppa yfir valmynd

Ný reglugerð um skipulag og úthlutun tíðna í fjarskiptum

Tungumál EN
Heim

Ný reglugerð um skipulag og úthlutun tíðna í fjarskiptum

16. nóvember 2011

Ný reglugerð um skipulag og úthlutun tíðna í fjarskiptum nr. 1047/2011 hefur öðlast gildi með birtingu í Stjórnartíðindum þann 14. nóvember s.l. Með setningu reglugerðarinnar er verið að stuðla að skilvirku skipulagi á skráningu og úthlutun tíðna með það að markmiði að nýting tíðna verði bæði hagkvæm og skynsamleg. Jafnframt er verið að styrkja ákvarðanatökuferli Póst- og fjarskiptastofnunar varðandi skipulag og úthlutun tíðniréttinda, sérstaklega með útboðs- og uppboðsaðferðum. M.a. er fjallað um þau sjónarmið sem geta verið grundvöllur mats við úthlutun tíðniréttinda og um þau skilyrði sem binda má notkun slíkra réttinda. Má ætla að reglugerðin stuðli að gagnsæi stjórnsýslu tíðnimála og auki jafnframt fyrirsjáanleika þess regluumhverfis sem snýr að hagsmunaaðilum.

Sjá nánar á vef Stjórnartíðinda:
Reglugerð um skipulag og úthlutun tíðna í fjarskiptum

 

 

Til baka