Hoppa yfir valmynd

Frumdrög greiningar Póst- og fjarskiptastofnunar á farsímamörkuðum

Tungumál EN
Heim

Frumdrög greiningar Póst- og fjarskiptastofnunar á farsímamörkuðum

12. júlí 2005


Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt frumdrög að greiningu farsímamarkaðaðarins á Íslandi. Þeir markaðir sem hafa verið greindir eru:

Greiningin leiðir í ljós að Síminn hefur umtalsverðan markaðsstyrk á GSM og NMT mörkuðum fyrir upphaf símtala. Til þess að efla samkeppni á þessum mörkuðum hyggst PFS leggja á Símann nýjar kvaðir sem eiga að tryggja að fyrirtækið verði við eðlilegum og sanngjörnum beiðnum um aðgang að farsímanetum og -þjónustu.

Hvað varðar lúkningu símtala, þá hefur PFS komist að þeirri niðurstöðu að bæði Síminn og Og Vodafone eru með umtalsverðan markaðsstyrk í eigin farsímanetum.  Því hyggst PFS leggja á fyrirtækin kvaðir sem tryggja eiga sanngjarnt heildsöluverð fyrir lúkningu símtala og til lengri tíma litið draga úr þeim mun sem er á lúkningargjöldum fyrirtækjanna tveggja.

Markaðsgreiningin er helsta verkfæri eftirlitsstofnana á fjarskiptasviði til að skapa evrópskum fjarskiptafyrirtækjum sambærileg starfsskilyrði og stuðla að virkri og heilbrigðri samkeppni til hagsbóta fyrir neytendur. Markaðsgreiningin er stærsta einstaka verkefni PFS. Við gerð hennar var safnað viðamiklum upplýsingum um markaðinn og hegðun neytenda á markaðnum. Unnið er að frekari greiningu fjarskiptamarkaðarins og munu 18 undirmarkaðir verða greindir í heild. Má þar nefna símaþjónustu í fastaneti, breiðband, heimtaug, leigulínur og útvarpsdreifingu.

Nú eru lögð fram frumdrög að greiningu tveggja farsímamarkaða og er fjarskiptafyrirtækjum, og öðrum sem áhuga hafa, boðið að gera athugasemdir við þau og koma að sjónarmiðum sínum áður en endanleg ákvörðun verður tekin.

Endanleg ákvörðun verður tekin þegar samráðsferli gagnvart markaðinum og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) er lokið. Frestur markaðsaðila til að skila athugasemdum er til 15. september 2005. Í framhaldi af því mun PFS taka afstöðu til athugasemda og síðan senda uppfærða markaðsgreiningu til ESA til endanlegrar samþykktar.

Sjá kynningarrit um markaðsgreiningu - uppfært í ágúst 2005. (pdf-410 KB)
 

Til baka