Hoppa yfir valmynd

Póstburðargjöld innan lands lægst á Íslandi í norrænum samanburði

Tungumál EN
Heim

Póstburðargjöld innan lands lægst á Íslandi í norrænum samanburði

29. apríl 2005

Í tilefni af beiðni Íslandspósts hf. um hækkun póstburðargjalda 1. maí 2005 gerði Póst- og fjarskiptastofnun samanburðarkönnun á gjaldskrám fyrir póstþjónustu á Norðurlöndum.
Bornar voru saman gjaldskrár fyrir bréf innan lands, fyrir bréf frá Norðurlöndum til annarra Evrópulanda og gjaldskrár fyrir bréf til landa utan Evrópu.
Í ljós kom að póstburðargjöld innan lands eru lægst á Íslandi í öllum þyngdaflokkum bréfa. Finnar eru með lægstu póstburðargjöldin á bréf til annarra Evrópuríkja, en Íslandspóstur býður að jafnaði þriðja lægsta verðið. Lítill verðmunur er á á Norðrulöndum á póstburðargjöldum til landa utan Evrópu fyrir léttustu bréfin, en eru með því hærri hér á landi í þyngdaflokkunum 100-2000 gr. Í könnuninni er gert ráð fyrir gjaldskrárbreytingum Íslandspósts sem taka gildi 1. maí 2005.
Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér í línuritum.

 


 

Til baka