Hoppa yfir valmynd

Tilmæli PFS til fjarskiptafyrirtækja um viðskiptaskilmála gagnvart neytendum

Tungumál EN
Heim

Tilmæli PFS til fjarskiptafyrirtækja um viðskiptaskilmála gagnvart neytendum

15. desember 2009

Nokkurs misræmis hefur gætt í aðferðum fjarskiptafyrirtækja við birtingu og innihald viðskiptaskilmála. Einnig hefur gætt misræmis í því hvernig fyrirtækin tilkynna viðskiptavinum sínum breytingar á skilmálum.

Vegna þessa telur Póst- og fjarskiptastofnun ástæðu til að beina sérstökum tilmælum til fjarskiptafyrirtækjanna um birtingu og lágmarks innihald viðskiptaskilmála þeirra fyrir fjarskiptaþjónustu.  Er þetta í samræmi við eitt af lögbundnum verkefnum PFS; að stuðla að birtingu skýrra upplýsinga fyrir neytendur og krefjast gagnsæi gjaldskráa og skilmála fyrir notkun almennrar fjarskiptaþjónustu.
(Sjá d-lið 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 69/2003, um Póst- og fjarskiptastofnun).

Tilgangur þessara tilmæla er að vekja athygli þjónustuveitenda og neytenda á að í fjarskiptalögum er neytendum tryggt ákveðið lágmarks réttaröryggi þegar kemur að samningsbundnum tengslum þeirra við þau fyrirtæki sem þeir kaupa fjarskiptaþjónustu hjá. Réttur allra neytenda er jafn vel tryggður í lögunum hvað þetta varðar, hvort sem samningur þeirra við þjónustuveitendur er skriflegur eða ekki.

Markmið tilmælanna er að tryggja gagnsæi, að því er varðar verð, gjaldskrár, skilmála og skilyrði og efla þannig neytendavernd og möguleika neytenda á því að meta hvað felst í þeirri þjónustu sem fyrirtækin bjóða upp á.  Neytendur geta þannig að fullu notið þeirra hagsbóta sem samkeppni veitir.

Tilmælin byggja á bindandi ákvæðum fjarskiptalaga og almennri túlkun PFS á þeim. Lítur stofnunin því svo á að þjónustuveitendum fjarskiptaþjónustu beri að virða þau í hvívetna í samskiptum sínum við neytendur á fjarskiptamarkaði.

Helstu atriði tilmælanna eru eftirfarandi:

1. Upptalning á helstu þáttum sem viðskiptaskilmálar fyrir fjarskiptaþjónustu skulu að lágmarki innihalda
2. Þjónustuveitendum ber að birta gjaldskrá og skilmála fyrir alla sína þjónustu á skýran og aðgengilegan hátt fyrir neytendur
3. Gjaldskrá er hluti af skilmálum fjarskiptaþjónustu og því gilda sömu reglur um breytingar á gjaldskrá og um breytingar á skilmálum.
• Þjónustuveitendum ber að tilkynna viðskiptavinum á sannanlegan hátt um breytingar á skilmálum fyrir þjónustu sína með a.m.k. mánaðar fyrirvara og um leið upplýsa þá um rétt sinn til að segja upp samningi (þjónustunni) að skaðlausu vilji þeir ekki samþykkja hina nýju skilmála.
4. Áréttaður er skilyrðislaus réttur rétthafa símanúmera/tengingar til númera- og þjónustuflutnings
5. Þjónustuveitendur verða að upplýsa rétthafa símanúmera um það hvaða breytingar það hefur í för með sér að gera annan aðila að greiðanda þjónustunnar
6. Áréttuð er skylda fjarskiptafyrirtækja til að verða við ósk neytenda um að læsa fyrir símtöl/SMS í símanúmer sem bera yfirgjald.


Sjá tilmæli PFS í heild (PDF)

Neytendastofa og Talsmaður neytenda hafa gefið álit sitt á þessum tilmælum og eru álit þeirra aðgengileg hér fyrir neðan.

 

Til baka