Hoppa yfir valmynd

Leitað eftir sjónarmiðum um framtíðarnotkun NMT-tíðnisviðs

Tungumál EN
Heim

Leitað eftir sjónarmiðum um framtíðarnotkun NMT-tíðnisviðs

10. júní 2005

Póst- og fjarskiptastofnun hyggst á næstu mánuðum afla upplýsinga um heppilegustu framtíðarnotkun þess tíðnisviðs sem notað hefur verið fyrir NMT-450 farsímaþjónustuna. Síminn hefur rekið NMT-kerfið frá árinu 1986, en að öllu óbreyttu rennur rekstrarheimild fyrir það út 31. desember 2007.

Samkvæmt rekstrarleyfi Símans getur Póst- og fjarskiptastofnun frestað lokun NMT-kerfisins í allt að tvö ár, ef það þykir þjóna hagsmunum neytenda. PFS telur þó ekki rétt að taka ákvörðun um rekstrarlok fyrr en kallað hefur verið eftir sjónarmiðum hagsmunaðila um framtíðarnotkun tíðnisviðsins. Það verður m.a. gert með því að birta umræðuskjal á vef stofnunarinnar. Jafnramt verður unnið að frekari gagnaöflun.

Vonast er til að hægt verði að taka ákvörðun um hvenær NMT-kerfið verður lagt niður fyrir árslok 2005. Frekari upplýsingar veitir Guðmundur Ólafsson forstöðumaður tæknideildar PFS í síma 510-1500

Fréttatilkynning 10. júní 2005

Til baka