Hoppa yfir valmynd

Netsímanotendum fjölgar ört

Tungumál EN
Heim

Netsímanotendum fjölgar ört

25. apríl 2005

Stöðugt fleiri notfæra sér netsímann. Könnun sem gerð var í Danmörku í apríl 2005 sýndi að a.m.k. 200.000 manns notfæra sér daglega netsímalausnir og að hátt í sjö hundruð þúsund Danir vænti þess að vera búnir að koma sér upp búnaði fyrir netsíma innan hálfs árs. Þá kemur fram í könnuninni að notendur netsíma eru flestir á aldrinum 15-39 ára, en þeir sem eru komnir yfir fertugt virðast ekki eins ginkeyptir fyrir netsímalausnum. Þrjár milljónir Dana þekkja vel til netsíma-hugbúnaðar og því búast yfirvöld við því að notendum muni fjölga til muna á næstu mánuðum.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áætlar að nær fimm milljónir Japana noti netsíma, ein milljón Bandaríkjamanna, en einungis 200.000 Frakkar og fimmtíu þúsund Bretar.
Engar takmarkanir eru á framboði á netsímalausnum á evrópska efnahagssvæðinu og krefst slík þjónustu engra leyfisveitinga. 
Sjá frekari upplýsingar um netsíma.

Til baka