Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði vegna fyrirhugaðrar breytingar Símans á viðmiðunartilboði um samtengingu talsímaneta (RIO).

Tungumál EN
Heim

PFS kallar eftir samráði vegna fyrirhugaðrar breytingar Símans á viðmiðunartilboði um samtengingu talsímaneta (RIO).

4. mars 2013

Þann 31. janúar sl. óskaði Síminn eftir samþykki Póst- og fjarskiptastofnunar á breytingu á viðmiðunartilboði félagsins um samtengingu talsímaneta. Síminn taldi rétt að uppfæra nokkur atriði í viðaukum viðmiðunartilboðsins, fyrst og fremst til nánari útskýringar fyrir kaupendur á þjónustunni. 

Breytingin yrði í viðauka 1a, útgáfu 3.6-B frá 1. mars 2012 og viðauka 3a, útgáfu 3.6-A frá 1. september 2011.

Í viðauka 1a leggur Síminn til breytingar á greinum 4.4.1, 4.4.2, 4.6 og 5:

  • Í grein 4.4.1 er bætt við texta til frekari útskýringar á mánaðargjaldi fyrir aðgang að símstöð (POTS/ISDN).
  • Í grein 4.4.2 eru lagðar til breytingar sem ætlaðar eru til frekari útskýringa.
  • Í grein 4.6 eru lagðar til breytingar á texta varðandi nýtengingu. Einnig er lagt til að verð fyrir „Geymsla á síma (allt að 24 mán.)“ fari úr 881 kr. í 991 kr. og að verð fyrir „Númeraskipti“ fari úr 4.047 kr. í 991 kr.
  • Í grein 5 er gerð breyting á texta í skýringu við liðinn „Númeraflutningur á stökum símanúmerum“.

Í viðauka 3a leggur Síminn til breytingar á grein 2.4.4:

  • Í grein 2.4.4 er sett inn skýring við liðina „Þriggja manna tal” og „CAW 1 Símtal bíður“.

PFS óskar eftir viðbrögðum fjarskiptafyrirtækja og annarra hagsmunaaðila við ofangreindum fyrirætlunum Símans.
Breytingartillögur Símans má sjá í skjölunum sjálfum hér fyrir neðan:

Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til og með 18. mars 2013. Umsagnir skal senda til Huldu Ástþórsdóttur (hulda(hjá)pfs.is).
Núverandi viðmiðunartilboð um samtengingu talsímaneta ásamt viðaukum er að finna á vef Símans.

Til baka