Hoppa yfir valmynd

Útboðsauglýsing - Útgáfa tíðniheimilda fyrir þriðju kynslóð farsíma, IMT-2000

Tungumál EN
Heim

Útboðsauglýsing - Útgáfa tíðniheimilda fyrir þriðju kynslóð farsíma, IMT-2000

28. desember 2006

Póst- og fjarskiptastofnun mun, með heimild í lögum um þriðju kynslóð farsíma nr. 8/2005, gefa út tíðniheimildir til starfrækslu þriðju kynslóðar farsímakerfa skv. IMT-2000 stöðlum Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU), þ.m.t. UMTS-stöðlum, að undangenginni auglýsingu og vali milli umsækjenda sem byggt verður á skilmálum sem fram koma hér á eftir. Allt að fjórum bjóðendum verður úthlutað tíðnum.

Sérhver tíðniheimild gildir fyrir allt landið og mun fela í sér eitt eftirtalinna fjögurra tíðnisviða, sem hvert um sig er samtals 2 x 15 MHz FDD og 5 MHz TDD, samtals 35 MHz:

1) 1920-1935MHz / 2110-2125MHz og 1915-1920MHz
2) 1935-1950MHz / 2125-2140MHz og 1900-1905MHz
3) 1950-1965MHz / 2140-2155MHz og 1905-1910MHz
4) 1965-1980MHz / 2155-2170MHz og 1910-1915MHz

Afhenda skal umsóknir í afgreiðslu Póst- og fjarskiptastofnunar bæði á pappírs- og tölvutæku formi.

Nánari upplýsingar og skilmála er að finna í útboðslýsingu - sjá neðar

Einnig má fá útboðslýsingu á skrifstofu Póst- og fjarskiptastofnunar, Suðurlandsbraut 4, Reykjavík.

Hér fyrir neðan má sækja Excel-skjal, sem reiknar út stigafjölda tilboða sem fall af útbreiðslu og hraða uppbyggingar, sem bjóðandi skuldbindur sig til að ná með tilboði sínu.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Póst- og fjarskiptastofnunar, eigi síðar en mánudaginn 12. mars 2007 kl 11:00. Verða tilboð þá opnuð að viðstöddum fulltrúum bjóðenda, sem þess óska. Lesin verða upp nöfn bjóðenda ásamt tilboðsblaði með stigaútreikningi, sbr. viðauka 1 í útboðslýsingu.

Útboðslýsing (PDF)

Útreikningur stiga í útboðslýsingu (Excel - skjal)

Samráð vegna útboðs - samantekt á svörum (PDF)

Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, s. 510-1500, t-póstur:hrafnkell@pfs.is

 


Til baka