Hoppa yfir valmynd

BEREC - Ný Evrópustofnun um samræmt fjarskiptaeftirlit

Tungumál EN
Heim

BEREC - Ný Evrópustofnun um samræmt fjarskiptaeftirlit

11. febrúar 2010

Í lok janúar sl. tók formlega til starfa ný stofnun innan Evrópusambandsins um samræmt fjarskiptaeftirlit í Evrópu.  Stofnunin hlaut nafnið Body of European Regulators for Electronic Communications (BEREC). BEREC kemur í stað ERG (European Regulatory Group) sem áður var formlegur samstarfsvettvangur fjarskiptaeftirlitsstofnana í Evrópu.

Stjórn BEREC skipa forstjórar fjarskiptaeftirlitsstofna í 27 aðildarlöndum Evrópusambandsins, auk þess sem EFTA ríkin (Ísland, Noregur, Sviss og Lichtenstein), löndin þrjú sem nú eru í umsóknarferli inn í ESB (Tyrkland, Króatía og fyrrum Júgóslavíulýðveldið Makedónía) og fulltrúi framkvæmdastjórnar Evrópusambandins taka þátt í fundum stofnunarinnar sem áheyrnarfulltrúar. 

 

 

Til baka