Hoppa yfir valmynd

Heimsókn nýs ráðherra samgöngumála.

Tungumál EN
Heim

Heimsókn nýs ráðherra samgöngumála.

16. september 2010

Nýr ráðherra samgöngumála, Ögmundur Jónasson,  heimsótti Póst- og fjarskiptastofnun.Ögmundur Jónasson, nýr ráðherra samgöngumála heimsótti Póst- og fjarskiptastofnun í dag til að kynna sér stofnunina og starfsemi hennar. Hrafnkel V. Gíslason forstjóri gekk með ráðherra og fylgdarliði hans um stofnunina þar sem hann heilsaði starfsmönnum og kynnti sér starfssvið þeirra.  Að því loknu var haldinn fundur þar sem farið var yfir það sem hæst ber í starfsemi stofnunarinnar um þessar mundir.

Á myndinni sjást, f.v.: Hrafnkell V. Gíslason forstjóri PFS, Ögmundur Jónasson samgönguráðherra, Bjarni Sigurðsson sérfræðingur í tæknideild og Björn Geirsson forstöðumaður lögfræðideildar.

 

 

 

Til baka