Hoppa yfir valmynd

PFS auglýsir uppboð á réttindum til notkunar á tíðninni FM 100,5 MHz á Suðvesturlandi

Tungumál EN
Heim

PFS auglýsir uppboð á réttindum til notkunar á tíðninni FM 100,5 MHz á Suðvesturlandi

30. nóvember 2011

Póst- og fjarskiptastofnun auglýsir hér með uppboð á réttindum til notkunar á tíðninni FM 100,5 MHz, á Suðvesturlandi. Með uppboði þessu er leitað boða í staðgreiðslugjald sem bjóðendur eru reiðbúnir að greiða fyrir fyrrgreind réttindi. Úthlutun réttinda samkvæmt skilmálum uppboðsins fer fram á grundvelli laga um fjarskipti nr. 81/2003.

Uppboðið fer fram þann 30. desember 2011 á skrifstofu Póst- og fjarskiptastofnunar að Suðurlandsbraut 4 og hefst það kl. 14:00, sbr. þó áskilnað skv. lið 7.1. í skilmálum uppboðsins.

Uppboðsskjöl:

Þeim sem óska að taka þátt í uppboðinu ber að skila inn eftirtöldum skjölum til PFS:

a. Þátttökubeiðni - sjá skjal hér að ofan.
b. Upplýsingar um félag frá hlutafélagaskrá eða samsvarandi skráning eftir því sem við á.
c. Vottorð um að viðkomandi aðili sé ekki á vanskilaskrá.
d. Afrit af leyfi til hljóðmiðlunarútsendinga eða tilkynningu skv. 15. gr. fjölmiðlalaga.
e. Kvittun fyrir greiðslu þátttökugjalds. (Sjá lið nr. 6 í skilmálum uppboðsins hér að ofan).

Skila skal öllum ofangreindum gögnum og greiða þátttökugjald til Póst- og fjarskiptastofnunar eigi síðar en 16. desember 2011 kl. 14:00. Þeir sem ekki skila tilskildum gögnum og greiða þátttökugjald fyrir þann frest fá ekki að taka þátt í uppboðinu.

 

 

Til baka