Hoppa yfir valmynd

Framlengdur frestur til að skila athugasemdum við drög að greiningu á markaði 15

Tungumál EN
Heim

Framlengdur frestur til að skila athugasemdum við drög að greiningu á markaði 15

6. október 2006


Þann 8. september sl. tilkynnti Póst- og fjarskiptastofnun að hagsmunaaðilum væri gefið tækifæri að nýju til þess að koma á framfæri athugasemdum við drög að greiningu og úrræðum á markaði fyrir aðgang og upphaf símtala í farsímanetum (markaður 15). Tilkynning þess efnis var birt á heimasíðu stofnunarinnar auk þess sem sent var bréf til allra skráðra fjarskiptafyrirtækja.

Ástæða þess að drögin voru lögð fram til umsagnar að nýju var m.a. sú að komið hafði fram sú skoðun að ekki hefðu öll fjarskiptafyrirtæki fengið nægilegt tækifæri til að tjá sig um þau.

Stofnuninni hafa ekki borist nein svör eftir 8. september sl. þar sem gerðar eru athugasemdir við efni greiningarinnar. Vakin er athygli á því að berist engar athugasemdir þá mun stofnunin líta svo á að hagsmunaaðilar hafi ekki frekari andmæli fram að færa og mun stofnunin þá taka ákvörðun byggða á fyrirliggjandi gögnum. Fjarskiptafyrirtækjum og öðrum hagsmunaaðilum er hér með gefinn lokafrestur til að koma athugasemdum á framfæri og skulu þær hafa borist Póst- og fjarskiptastofnun eigi síðar en föstudaginn 13. október nk. Að þeim fresti loknum verður málið tekið til ákvörðunar.

Til baka