Hoppa yfir valmynd

Yfirlýsing um netsímaþjónustu

Tungumál EN
Heim

Yfirlýsing um netsímaþjónustu

10. febrúar 2006

Póst- og fjarskiptastofnun hefur tilkynnt að heimilt sé að flytja símanúmer milli hefðbundinnar talsímaþjónustu og netsímaþjónustu (VoIP) nema þegar um flökkuþjónustu er að ræða. 

Ennfremur hefur verið ákveðið að úthluta sérstökum símanúmerum fyrir svokallaða flökkuþjónustu en það er netsímaþjónusta sem ekki er bundin við ákveðna staðsetningu. Númeraflutningur er ekki heimilaður milli slíkrar þjónustu og hefðbundinnar talsímaþjónustu. Með þessu er fyrirtækjum gert kleift að bjóða netsímaþjónustu til almennings. Framboð á slíkri þjónustu getur leitt til aukinnar samkeppni í talsímaþjónustu.

 

Sjá yfirlýsingu PFS um netsímaþjónustu  
Sjá yfirlýsing ERG um netsímaþjónustu

 

Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Ingvason forstöðumaður eftirlitsdeildar Póst- og fjarskiptastofnunar í síma 510-1500.

 

 

Til baka