Hoppa yfir valmynd

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í ágreiningsmáli um gildistíma frelsisnúmers

Tungumál EN
Heim

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í ágreiningsmáli um gildistíma frelsisnúmers

29. janúar 2007

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun í ágreiningsmáli um gildistíma frelsiskorts.  Þann 21. nóvember 2006 barst Póst og fjarskiptastofnun kvörtun þess efnis að Og fjarskipti ehf. (Vodafone) áskilji sér rétt til þess að loka frelsisnúmeri, án þess að endurgreiða hugsanlega inneign notanda, ef ekki er lagt inn á kortið í þrjá mánuði. 
Í ákvörðuninni kemur fram að PFS telur skilmála Og fjarskipta ehf. um gildistíma talfrelsis, eins og honum hafi verið beitt, ekki brjóta gegn lögum um fjarskipti nr. 81/2003. Hins vegar beri fyrirtækinu að endurskoða orðalag hans í samræmi við þau sjónarmið Póst- og fjarskiptastofnunar sem fram koma í forsendum ákvörðunarinnar.

Sjá ákvörðunina í heild:   Ákvörðun nr. 1/2007 í ágreiningsmáli um gildistíma frelsisnúmers (PDF)

Allar ákvarðanir Póst- og fjarskiptastofnunar eru birtar í tímaröð undir tenglinum Ákvarðanir og úrskurðir hér til vinstri.

Til baka