Hoppa yfir valmynd

Fréttatilkynning - samnorræn skýrsla um farsímamarkaðinn.

Tungumál EN
Heim

Fréttatilkynning - samnorræn skýrsla um farsímamarkaðinn.

27. september 2006

 

Norrænn samanburður sýnir að GSM þjónusta hækkar í verði á Íslandi meðan hún lækkar á hinum Norðurlöndunum.

Á sameiginlegum fundi forstjóra systurstofnanna Póst og fjarskiptastofnunar á
Norðurlöndunum þann 7. nóvember sl. var ákveðið að setja á stofn vinnuhóp til þess
að bera saman farsímamarkaðina á Norðurlöndunum. Megið markmið verkefnisins
var að kanna áhrif reglugerða á markaðsþróun og samkeppni í þeim tilgangi að meta
reynsluna og árangur eftir löndum.

Hvað varðar íslenska markaðinn þá eru megin niðurstöður þær að hann einkennist af
fákeppni, þar sem tvö fjarskiptafyrirtæki skipta markaðnum á milli sín og hefur
Síminn 65% markaðshlutdeild og Og Vodafone hefur 35% markaðshlutdeild.
Verð til neytenda hefur hækkað hérlendis frá árinu 2002 á meðan það hefur lækkað í
hinum norðurlöndum.

Á sama tíma hefur notkun farsímaþjónustu, mæld í fjölda mínúta á viðskiptavin,
hérlendis staðið í stað á meðan hún hefur heldur aukist í hinum Norðurlöndunum.

Þessi staða er áhyggjuefni. Viðbrögð Póst- og fjarskiptastofnunar eru þau helst að
hlutast til um lækkun og jöfnun lúkningaverðs farsímafyrirtækjanna og leggja
aðgangskvöð á Símann til að auðvelda nýjum þjónustuaðilum leið inn á markaðinn.
Þessar aðgerðir birtast í niðurstöðu markaðsgreininga fyrir farsímamarkaðina, sem nú
liggja fyrir.

  • Úrdráttur úr norrænni farsímaskýrslu (pdf)
  • Norræn GSM skýrsla - lokaútgáfa (pdf)


Til baka