Hoppa yfir valmynd

Tíðniheimild Símans vegna NMT 450 kerfisins framlengd

Tungumál EN
Heim

Tíðniheimild Símans vegna NMT 450 kerfisins framlengd

29. janúar 2010

Póst – og fjarskiptastofnun hefur framlengt tíðniheimild Símans til reksturs langdrægs NMT kerfis á 450 MHz tíðnisviðinu sem þjóni landinu öllu og miðunum.

Þrátt fyrir mikla uppbyggingu langdrægrar farsímaþjónustu (GSM/UMTS/3G) nær hún enn ekki fullkomlega til alls landsins og óvissa er um virkni hennar á ákveðnum svæðum á hálendinu og á miðunum.

Í ljósi þessa er það mat PFS að með hliðsjón af almannahagsmunum og öryggissjónarmiðum sé rétt að framlengja tíðniheimild Símans vegna NMT kerfisins til 1. september 2010.

Eftir því sem langdræga farsímaþjónustan nær til fleiri svæða verður slökkt á NMT sendum á þeim svæðum.  Hin framlengda NMT 450 tíðniheimild Símans er háð því skilyrði að fyrirtækið birti fréttatilkynningu í byrjun hvers mánaðar með lista yfir þá NMT senda sem slökkt verður á í þeim mánuði.

Sjá lista yfir NMT senda símans og áætlun um lokanir þeirra (PDF)

Á næstu dögum mun PFS auglýsa NMT 450 MHz tíðnisviðið laust til umsóknar með möguleika á að hefja tilraunasendingar á vormánuðum 2010.

 

Til baka