Hoppa yfir valmynd

Breytingar um síðustu áramót á gjöldum til Póst- og fjarskiptastofnunar fyrir talstöðvar og tíðninotkun á landi og radíóstöðvar skipa og flugvéla

Tungumál EN
Heim

Breytingar um síðustu áramót á gjöldum til Póst- og fjarskiptastofnunar fyrir talstöðvar og tíðninotkun á landi og radíóstöðvar skipa og flugvéla

22. mars 2007

Talsverð umræða hefur orðið í fjölmiðlum vegna breytinga á gjöldum til Póst- og fjarskiptastofnunar fyrir talstöðvar og tíðnir sem þær nota og um gjöld fyrir radíóstöðvar skipa og flugvéla.
Í desember sl. voru samþykkt á Alþingi lög um breytingu á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun þar sem m.a. voru gerðar grundvallarbreytingar á gjaldtöku stofnunarinnar.

Lögin tóku gildi þann 1. janúar sl..  Með gildistöku þeirra eru gjöld sem áður voru ákveðin með gjaldskrá nú sérstaklega skilgreind með lögum.

 

Vegna þeirrar umræðu sem verið hefur í fjölmiðlum undanfarið vill stofnunin að eftirfarandi komi fram:

 

Talstöðvanotkun á landi

Fram að áramótum bar hverjum talstöðvareiganda að greiða árgjald sem skilgreint var í gjaldskrá stofnunarinnar.  Á sama hátt bar eigendum endurvarpsstöðva að greiða árgjald af þeim búnaði.  Ekki var tekið gjald vegna tíðniheimilda.

Skv. lagabreytingunni er ekki lengur tekið gjald af eigendum talstöðva og endurvarpsstöðva heldur er eingöngu tekið árlegt gjald fyrir notkun á tíðnum.  Það gjald greiðist af þeim aðilum sem hafa tíðniheimildirnar.

 

Fyrir aðila sem hefur tíðniheimildir fyrir allt landið og veitir mörgum talstöðvaeigendum aðgang að þeim kemur þessi breyting þannig út að samanlögð gjöld sem greidd eru til Póst- og fjarskiptastofnunar lækka um allt að 80% frá 1. janúar 2007.

 

Komið var til móts við þá aðila sem þurfa tíðniheimildir á afmörkuðum svæðum og eru með fáar talstöðvar.  Í stað fullra gjalda fyrir tíðniheimildir sem gilda fyrir allt landið greiða þessir aðilar nú gjald sem er mun lægra, eða 20% af heimild fyrir allt landið.  Einnig er gefinn kostur á að samnýta tíðnir með öðrum, með svokölluðum sítóni, og greiða menn þá aðeins einn fjórða af því gjaldi sem greitt er fyrir einkanot af tíðni.

 

 

Gjöld til PFS fyrir notkun talstöðva á landi og tíðniheimilda fyrir þær, fyrir og eftir 1.janúar 2007:

 

Fyrir 1. janúar 2007

Eftir 1.janúar 2007

Margir talstöðvaeigendur nota sömu tíðniheimild sem gildir fyrir allt landið

Árlegt gjald fyrir hverja talstöð og endurvarpsstöð.

 

Ekkert gjald fyrir tíðniheimildir.

Eingöngu eitt gjald fyrir tíðniheimildir.

 

Ekkert gjald fyrir talstöðvar og endurvarpsstöðvar.

 

Aðilar með tíðniheimildir á afmörkuðum svæðum

Árlegt gjald fyrir hverja talstöð og endurvarpsstöð.

 

Ekkert gjald fyrir tíðniheimildir.

 

Árlegt gjald fyrir tíðniheimildir sem nemur 20% af gjaldi fyrir allt landið.

 

Ekkert gjald fyrir talstöðvar.

Aðilar sem samnýta tíðnir með öðrum (Sítónn)

Árlegt gjald fyrir hverja talstöð.

Árlegt gjald fyrir afnot af tíðni, 25% af fullu gjaldi.

 

Ekkert gjald fyrir talstöðvar.

 

Skip og flugvélar

Með lögunum sem tóku gildi 1. janúar 2007 er gjaldtaka vegna tíðniheimilda til skipa og flugvéla nú lögbundin sérstaklega og skilgreind.  Í 3. gr. laganna segir:

Þeir aðilar sem fengið hafa heimild til að nota tíðnir til þráðlausra fjarskipta skulu greiða árlegt gjald til Póst- og fjarskiptastofnunar samkvæmt því sem hér segir:
    1.      Radíóstöðvar með skipa- og flugtíðnum.
                a.      Með milli- og stuttbylgju (MF/HF)    6.400 kr.
                b.      Án milli- og stuttbylgju (aðeins VHF)    4.100 kr.

 

 

Árlegt gjald til PFS fyrir radíóstöðvar með skipa og flugtíðnum, fyrir og eftir 1. janúar 2007:

 

Fyrir 1. janúar 2007

Eftir 1. janúar 2007

Með milli- og stuttbylgju (MF/HF)
(Alþjóðleg fjarskipti)

 

4.000 kr. á ári

(óbreytt frá árinu 2002)

6.400 kr. á ári

Án milli- og stuttbylgju (aðeins VHF)
(Fjarskipti innan íslenskrar lögsögu)

 

2.000 kr. á ári

(óbreytt frá árinu 1997)

4.100 kr. á ári

 

Í athugasemdum við frumvarpið um breytingu á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, sem nú er orðið að lögum, segir m.a.:

Skipulagning tíðninotkunar og almennt eftirlit með sendibúnaði af hálfu Póst- og fjarskiptastofnunar er nauðsynlegt til þess að hægt sé að starfrækja þráðlaus fjarskipti. Þessi þáttur í starfsemi stofnunarinnar miðar að því að tryggja öryggi þráðlausra fjarskipta og koma í veg fyrir truflanir. Þetta er þjónusta við þá sem nota ljósvakann til fjarskipta og því eðlilegt að þeir beri kostnað af þeirri umsýslu sem starfsemin kallar á. Það er hins vegar nokkrum vandkvæðum háð að sérgreina kostnað við þjónustu við einstaka gjaldendur. Því þykir eðlilegt í takt við þau viðhorf sem ríkja í dag varðandi gjaldtöku hins opinbera að gjöld þessi verði ákveðin með lögum.

Tillaga að gjöldum fyrir tíðninotkun byggist á vandaðri greiningu sem gerð var á kostnaði við umsýslu Póst- og fjarskiptastofnunar vegna þráðlausra fjarskipta og felur í sér lækkun á heildargjaldtöku sem nemur rúmlega 18% miðað við núverandi aðstæður.

 

 

Sjá frumvarpið í heild með athugasemdum á vef Alþingis:

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun nr. 69/2003

 

 

 

Til baka