Hoppa yfir valmynd

PFS telur Gagnaveitu Reykjavíkur hafa brotið gegn ákvörðunum stofnunarinnar

Tungumál EN
Heim

PFS telur Gagnaveitu Reykjavíkur hafa brotið gegn ákvörðunum stofnunarinnar

15. september 2010

Í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 25/2010, frá 7. september s.l., kemst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Gagnaveita Reykjavíkur ehf. (GR) hafi brotið gegn fyrri ákvörðunum PFS frá 2006 og 2008 varðandi fjárhagslegan aðskilnað GR frá móðurfélagi sínu, Orkuveitu Reykjavíkur (OR).
Tiltekið ákvæði í lánasamningi GR við fjármálastofnun var talið brjóta í bága við framangreindar ákvarðanir PFS. Umrætt ákvæði í lánasamningnum kvað á um að GR myndi ekki greiða vexti af lánum sínum hjá OR á gildistíma lánasamningsins við umrædda fjármálastofnun. Slíkt fór að mati PFS gegn umræddum ákvörðunum stofnunarinnar og lánasamningi á milli GR og OR frá árinu 2007 og braut þar með í bága við 36. gr. fjarskiptalaga um aðskilnað sérleyfisstarfsemi frá fjarskiptastarfsemi í rekstri fyrirtækjasamstæðna sem bæði reka fjarskiptastarfsemi og starfsemi sem nýtur einka- eða sérréttinda á öðrum sviðum, t.d. í tengslum við vinnslu, dreifingar og sölu rafmagns eða heits vatns.

Ákvörðun PFS nr. 25/2010 vegna lánasamnings Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. við [X] hf. (PDF)

 

 

Til baka