Hoppa yfir valmynd

Fréttatilkynning um öryggisreglur

Tungumál EN
Heim

Fréttatilkynning um öryggisreglur

12. apríl 2006

Samkvæmt 4. mgr. 3. gr. laga um Póst- og fjarskiptastofnun nr. 69/2003 er stofnuninni m.a. ætlað að gæta hagsmuna almennings með því að vinna að ráðstöfunum til að vernda persónuupplýsingar og friðhelgi einkalífs, sbr. c-lið, og tryggja að heildstæði og öryggi almennra fjarskiptaneta sé viðhaldið, sbr. f.-lið.  

Með vísan til þessa lögboðna hlutverks Póst- og fjarskiptastofnunar, og í ljósi þess hversu brýnt er að traust ríki um rafræn samskipti í upplýsingasamfélagi samtímans, hefur stofnunin ákveðið að gefa út leiðbeinandi reglur um þær ráðstafanir sem hún telur eðlilegt að fjarskiptafyrirtækin geri til að tryggja öryggi upplýsinga og þjónustu í almennum fjarskiptanetum.

Hafa drög að þessum reglum nú verið sendar til umsagnar skráðra fjarskiptafyrirtækja. Hefur þeim verið veittur frestur til 2. maí nk. til þess að gera athugsemdir við efni þeirra. Fram til þess tíma mun stofnunin jafnframt taka við hugsanlegum athugasemdum frá öðrum aðilum. Að þeim tíma liðnum má vænta þess að reglurnar verði fljótlega gefnar út formlega.

Nálgast má regludrögin hér að neðan. 

Drög að öryggisreglum

 

Til baka