Hoppa yfir valmynd

PFS efnir til samráðs um reglur um forval og fast forval í talsímanetum

Tungumál EN
Heim

PFS efnir til samráðs um reglur um forval og fast forval í talsímanetum

30. júní 2010

PFS hefur gert drög að nýjum reglum um forval og fast forval í talsímanetum í samræmi við 4. mgr. 53. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti. Í samræmi við 6. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun óskar stofnunin hér með eftir umsögnum hagsmunaaðila vegna ofangreinds. Reglunum er ætlað að leysa af hólmi eldri reglur um sama efni nr. 280/2002.

Frestur til þess að koma að rökstuddum tillögum eða athugasemdum við meðfylgjandi drög er gefinn til 21. júlí n.k.

Sérstakar fyrirspurnir vegna ofangreinds má senda á netfangið oskarh@pfs.is en athugasemdir og rökstuddar tillögur skulu sendar formlega til PFS fyrir ofangreindan svarfrest.

Drög að reglum um forval og fast forval í talsímanetum (PDF)

Drög að reglum um forval og fast forval í talsímanetum - Skjal með sýnilegum breytingum (PDF)

 

Til baka