Hoppa yfir valmynd

Norrænt málþing um fjarskipti fyrir fatlaða

Tungumál EN
Heim

Norrænt málþing um fjarskipti fyrir fatlaða

20. maí 2005

Í tilefni  af fundi norræns vinnuhóps í Reykjavík dagana 23.-24. maí 2005 um aðgengi fatlaðra að upplýsingasamfélaginu (NFTH)  var boðið til opins málþings á Hótel Sögu miðvikudaginn 25. maí frá kl. 9 til 13. 
Á málþinginu fór m.a. fram kynning á starfsemi NFTH, sem hefur það að markmiði að samræma aðgerðir til að veita fötluðum sem best aðgengi að upplýsingasamfélaginu. Áhersla var lögð á texta- og IP-símtækni og fjallað um nýjungar á sviði reglugerða og tækni á Norðurlöndum. Málþingið fór fram á ensku og er allar kynningar á málþinginu aðgengilegar hér.

Dagskrá 
Hörður Halldórsson, Póst- og fjarskiptastofnun, setti málþingið.
Erland Winterberg, formaður NFTH  kynnti starfsemi NFTH.
Gunnar Helström, frá sænska fyrirtækinu Omnitor talaði um textasíma og IP-símtækni.  
og Evrópustaðla og textasíma.
Thor Nielsen, frá fyrirtækinu Netwise talaði um textasímtækni sem byggist á farsíma- og IP-tækni.
10.30 Umræður og spurningar
 
- Stutt hlé -

10.55  Þróun á sviði fjarskiptatækni fyrir fatlaða á Norðurlöndum
· Finnland
Raija Grahn frá TellaSonera í Finnlandi talaði um símþjónustu fyrir fólk með sérþarfir.
· Ísland
Rúnar Guðjónsson frá samgönguráðuneyti gerði grein fyrir stöðu mála á Íslandi.
·  Noregur
 Vigids Jynge frá norsku tryggingastofnuninni sagði frá fjarskiptaþjónustu fyrir fatlaða og Eivind Hermansen frá norska símafyrirtækinu Telenor talaði um textasímalausnir fyrir fatlaða notendur.
· Svíþjóð
Robert Hecht frá sænsku Póst- og fjarskiptastofnunni sagði frá því hvernig lögum um aðgangi fyrir alla að fjarskiptaþjónustu væri framfylgt í Svíþjóð og Jörgen Kunnari kynnti norrænu miðstöðina fyrir þróun hjálpartækja fyrir fatlaða 
 · Danmörk
Bente Forslund frá fjarskiptastofnuninni í Danmörku talaði um takmarkanir netsímans fyrir fatlaða notendur.  Þá töluðu Bitten Rasch, TDC og Erland Winterberg formaður NFTH.

13.00 Lokaorð: Hörður Halldórsson, Póst- og fjarskiptastofnun.

Nánari upplýsingar veita:
Hörður Halldórsson, Póst og fjarskiptastofnun, sími 5 10 15 00, netfang hordur@pfs.is
Þór G. Þórarinsson, félagsmálaráðuneytið, sími 5 45 81 00, - thor.thorarinsson@fel.stjr.is

Sjá frekari upplýsingar um fjarskipti fyrir fatlaða.


 


 

Til baka