Hoppa yfir valmynd

Póst- og fjarskiptastofnun auglýsir tvær stjórnunarstöður lausar til umsóknar

Tungumál EN
Heim

Póst- og fjarskiptastofnun auglýsir tvær stjórnunarstöður lausar til umsóknar

18. apríl 2007

Póst- og fjarskiptastofnun hefur auglýst tvær stjórnunarstöður lausar til umsóknar.  Um er að ræða starf forstöðumanns nýrrar greiningardeildar hjá stofnuninni og starf forstöðumanns lögfræðideildar.

Greiningardeild stuðlar að því að efla samkeppni á fjarskiptamarkaði með ítarlegri markaðsgreiningu, tölfræðivinnslu, kostnaðargreiningu, markaðsrannsóknum og öðrum þáttum sem lúta að viðskiptalegum þáttum eftirlits á fjarskipta- og póstmarkaði.  Starf deildarinnar mótast af alþjóðlegum kröfum og tekur breytingum í samræmi við öra markaðsþróun.

Lögfræðideild stuðlar að því að efla samkeppni á fjarskiptamarkaði með fjölbreyttum og krefjandi lögfræðilegum viðfangsefnum, samskiptum við stjórnvöld, hagsmunaaðila og alþjóðastofnanir.

Umsóknarfrestur um bæði störfin er til og með 7. maí nk.  Gengið verður frá ráðningu fljótlega.

Umsóknir og meðfylgjandi gögn sendist til STRÁ MRI, stra@stra.is

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ MRI veitir nánari upplýsingar. Viðtalstími er kl. 13 - 15 virka daga.

Athugið að fyrirspurnum er eingöngu svarað hjá STRÁ MRI.

Sjá nánar í auglýsingu (PDF)

 

 

Til baka