Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði: Umsókn Landhelgisgæslunnar um rásir á GSM1800 tíðnisviðinu fyrir færanlegan GSM sendi fyrir leitarkerfi.

Tungumál EN
Heim

PFS kallar eftir samráði: Umsókn Landhelgisgæslunnar um rásir á GSM1800 tíðnisviðinu fyrir færanlegan GSM sendi fyrir leitarkerfi.

3. maí 2013

Landhelgisgæslan hefur sótt um um tíðniheimild hjá Póst- og fjarskiptastofnun fyrir tveimur GSM rásum á GSM1800 tíðnisviðinu vegna leitarkerfis sem nýtir GSM tækni við leit að ferðamönnum og öðrum sem lenda í villum í óbyggðum Íslands.  Leitarkerfið byggist upp á færanlegri GSM móðurstöð sem komið er upp til bráðabirgða á tilteknu svæði.

Eftir uppboð á tíðnisviðum fyrir 4. kynslóð farnetskerfa á 800 MHz og GSM1800 tíðnisviðunum, liggur fyrir að þrjár efstu rásirnar í GSM1800  tíðnisviðinu eru ónotaðar.  PFS hyggst veita Landhelgisgæslunni tíðniheimild á tveimur þeirra fyrir ofangreinda notkun og munu heimildirnar gilda til sama tíma og aðrar GSM tíðniheimildir.  Jafnframt hyggst stofnunin úthluta MNC kóða (farnetskóða) fyrir leitarkerfið.
PFS telur rétt og eðlilegt að viðhafa samráð við markaðsaðila um þá fyrirhuguðu ákvörðun að úthluta Landhelgisgæslunni umbeðnum GSM1800 rásum fyrir leitarkerfið.

Frestur til að skila inn umsögnum er til kl. 12:00 föstudaginn 17. maí 2013.

Umsagnir berist til Póst- og fjarskiptastofnunar, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík eða á netfangið thorleifur(hjá)pfs.is.
Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Jónasson forstöðumaður tæknideildar PFS.

 

Til baka