Hoppa yfir valmynd

Breyting á leyfilegum tíðnisviðum fyrir þráðlausa hljóðnema

Tungumál EN
Heim

Breyting á leyfilegum tíðnisviðum fyrir þráðlausa hljóðnema

25. maí 2012

Þann 29. febrúar sl. efndi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til samráðs við hagsmunaaðila um fyrirhugaða breytingu á tíðnisviðum sem leyfð eru fyrir þráðlausa hljóðnema.  Ákveðið hefur verið að efsti hluti UHF sjónvarpsbandsins verði notaður fyrir farnetsþjónustu og er stefnt að uppboði  á tíðnisviðinu 791-821 / 832-862 MHz fyrir slíka þjónustu síðar á þessu ári. 
Hingað til hefur verið heimilt að nota ónotaðar sjónvarpsrásir á þessum tíðnisviðum fyrir þráðlausa hljóðnema, þó þannig að þær heimildir hafa ávallt verið víkjandi. Þar sem nú er búið að skilgreina þessi tíðnisvið eingöngu fyrir farnetsþjónustu þurfa þeir sem hafa notað áðurnefnd tíðnisvið fyrir þráðlausa hljóðnema að færa notkun sína.

Miðað er við að búið verði að færa þráðlausu hljóðnemana yfir á önnur tíðnisvið um næstu áramót.  Þau tíðnisvið sem heimiluð eru fyrir þráðlausa hljóðnema  koma fram í  í sam-evrópsku tilmælunum ERC/REC T/R 70-03 (viðauka 10 á bls. 20).

Sjá nánar í niðurstöðuskjali PFS að loknu samráði um tíðnisvið fyrir þráðlausa hljóðnema (PDF)

 

Til baka