Hoppa yfir valmynd

PFS efnir til samráðs um reglur um efni viðmiðunartilboðs fyrir opinn aðgang að heimtaugum

Tungumál EN
Heim

PFS efnir til samráðs um reglur um efni viðmiðunartilboðs fyrir opinn aðgang að heimtaugum

24. júní 2009

PFS hefur gert drög að reglum um efni viðmiðunartilboðs fyrir opinn aðgang að heimtaugum í samræmi við 1. mgr. 34. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti. Í samræmi við 6. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun óskar stofnunin hér með eftir umsögnum hagsmunaaðila vegna ofangreinds.

Svarfrestur til þess að koma að rökstuddum tillögum eða athugasemdum við meðfylgjandi drög er gefinn til 19. ágúst n.k.

Sérstakar fyrirspurnir vegna ofangreinds má senda á netfangið oskarh@pfs.is en athugasemdir og rökstuddar tillögur skulu sendar formlega til PFS fyrir ofangreindan svarfrest.

Til baka