Hoppa yfir valmynd

Íslenskur fjarskiptamarkaður í tölum - 2004

Tungumál EN
Heim

Íslenskur fjarskiptamarkaður í tölum - 2004

13. apríl 2005

Ör þróun á fjarskiptamarkaði endurspeglast í nýju tölfræðiyfirliti Póst- og fjarskiptastofnunar fyrir árið 2004. Þar kemur fram að á annan tug netþjónustufyrirtækja eru starfrækt í landinu og að fimmtíu þúsund Íslendingar eru áskrifendur að háhraðatengingum (xDSL). Tvíkeppni ríkir hins vegar á símamarkaði. Landsími Íslands er með 74% markaðshlutdeild í innanlandssamtölum á fastaneti og 64,5% hlutdeild á GSM-farsímamarkaði miðað við fjölda viðskiptavina. 
Hlutdeild Símans á farsímamarkaði breyttist ekki frá 2002 til 2004 en hlutdeild í fastlínukerfinu minnkaði nokkuð. Símtölum í almenna símanetinu fækkar jafnt og þétt á meðan  símtölum í farsímanetum fjölgar. Þá eru  færri notendalínur settar upp í fastaneti Símans á sama tíma og ISDN grunntengingum fjölgar. Í tölfræðiyfirliti kemur einnig fram að Íslendingar sendu í fyrra yfir eitt hundrað og fimmtíu milljónir smáskilaboða í farsíma, eða yfir tvöfalt fleiri en fyrir fjórum árum.
Sjá tölfræðiyfirlit fyrir árið 2004.

 

 

Til baka