Hoppa yfir valmynd

Mælaborð fjarskiptamarkaðarins: Ný og aðgengileg birting tölfræðigagna

Tungumál EN
Heim

Mælaborð fjarskiptamarkaðarins: Ný og aðgengileg birting tölfræðigagna

9. október 2012

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur nú opnað Mælaborð fjarskiptamarkaðarins á vef sínum.  Mælaborðið birtir tölfræðigögn um fjarskiptamarkaðinn á myndrænan og aðgengilegan hátt.  Það er fyrirtækið DataMarket sem hefur útbúið gögnin til birtingar en fyrirtækið hefur sérhæft sig í slíkri framsetningu tölfræðigagna.

Myndritin sem nú hafa verið birt eru níu talsins.  Um er að ræða valda þætti úr tölfræðiskýrslu PFS um íslenska fjarskiptamarkaðinn fyrir árið 2011.  Stofnunin vinnur slíkar skýrslur tvisvar á ári, fyrir hálft ár og heilt ár og verður mælaborðið uppfært reglulega þegar ný tölfræðiskýrsla kemur út.  Gögnin nú sýna stöðu og þróun fjarskiptamarkaðarins til ársloka 2011.

Mælaborðið er undir tölfræðihluta vefsins á slóðinni:  http://pfs.is/maelabord.aspx 

Sjá einnig Tölfræðiskýrslu PFS um íslenska fjarskiptamarkaðinn 2011 (PDF)

 

 

 

Til baka