Hoppa yfir valmynd

Norrænar geislavarnastofnanir telja ekki þörf á að draga úr geislun frá farsímasendum

Tungumál EN
Heim

Norrænar geislavarnastofnanir telja ekki þörf á að draga úr geislun frá farsímasendum

16. nóvember 2009

Geislavarnir ríkisins birtu í dag frétt á vefsíðu sinni þar sem sagt er frá því að geislavarnastofnanir Finnlands, Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Íslands hafi sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi geislun á almenning frá fjarskiptamöstrum á almannafæri.  Niðurstaða þeirra er að ekki hafi verið færð fyrir því gild vísindaleg rök að þessi geislun, eins og hún er nú í venjulegu umhverfi fólks, hafi skaðleg heilsufarsleg áhrif.

Í fréttinni segir einnig að fækkun farsímamastra gæti aukið geislun á almenning þar sem farsímarnir valda mun meiri geislun á almenning en möstrin. Yrði farsímamöstrum fækkað þyrftu símarnir að senda út af auknu afli til að viðhalda tengingu, með hugsanlegri aukningu geislunar á notendur þeirra í kjölfarið.

Sjá fréttina í heild á vef Geislavarna ríkisins

 

 

Til baka