Hoppa yfir valmynd

Úrskurðarnefnd staðfestir ákvörðun PFS um viðmiðunartilboð Mílu fyrir opinn aðgang að heimtaugum

Tungumál EN
Heim

Úrskurðarnefnd staðfestir ákvörðun PFS um viðmiðunartilboð Mílu fyrir opinn aðgang að heimtaugum

23. júní 2009

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur staðfest ákvörðun PFS nr. 1/2009 varðandi viðmiðunartilboð Mílu ehf. fyrir opinn aðgang að heimtaugum.

Með úrskurði sínum nr. 2/2009, þann 19. júní sl., hafnaði úrskurðarnefnd kröfum kæranda, Mílu ehf., um að ógilda hluta ákvörðunar PFS nr. 1/2009 sem fjallar um viðmiðunartilboð Mílu fyrir opinn aðgang að heimtaugum. Míla bar fyrir sig að PFS hafi gerst brotleg við hin ýmsu ákvæði stjórnsýslulaga við málsmeðferð sína.

Nánar tiltekið hafði PFS fellt brott ákvæði í umræddu viðmiðunartilboði sem heimilaði Mílu að breyta verði fyrir aðstöðuleigu (hýsingu) í samræmi við þróun byggingarvísitölu eftir 1. janúar 2008. Rök PFS voru þau að með ákvörðun sinni nr. 26/2007 (markaður 11), frá 21. desember 2007, hefði stofnunin lagt þá kvöð á Mílu að verð fyrir aðstöðuleigu skyldu kostnaðargreind. Sjálfvirkar hækkanir í samræmi við þróun vísitölu voru að mati PFS ekki í samræmi við viðurkenndar kostnaðargreiningaraðferðir.

Úrskurðarnefnd hefur nú staðfest hina kærðu ákvörðun PFS. 

Sjá úrskurð úrskurðarnefndar nr. 2/2009

 

 

Til baka