Hoppa yfir valmynd

Lítil verðvitund íslenskra símnotenda samkvæmt nýrri könnun IMG-Gallup

Tungumál EN
Heim

Lítil verðvitund íslenskra símnotenda samkvæmt nýrri könnun IMG-Gallup

9. maí 2005

Níu af hverjum tíu Íslendingum eiga farsíma. Hins vegar veit innan við fimmtungur þeirra hvað mínútan í farsímtali kostar. Enn færri eða rúm 11% viðskiptavina Síamns og 13%viðskiptavina OgVodafone vita hvað það kostar á hringja á milli síma hjá farsímafyrirtækjunum tveimur. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Póst- og fjarskiptastofnun í apríl. Einnig kemur í ljós að tiltölulega fáir skipta um GSM þjónustuaðila, einungis tæplega 16% aðspurðra höfðu gert það á síðustu tveimur árum. Þá telur tæplega helmingur símnotenda upplýsingar frá fjarskiptafyrirtækjum flóknar.
Könnunin náði til tæplega 1300 manns á aldrinum 16-75 ára á landinu öllu. Svarhlutfall var rúmlega 62%.

Sjá ítarlegar niðurstöður könnunar IMG-Gallup í apríl 2005  (pfd-snið 211KB) 

Sjá símaverð fjarskiptafyrirtækja í júní 2005 (pdf-snið 70 KB)

Til baka