Hoppa yfir valmynd

Nýjar reglur um rekstur fjarskiptaneta og fjarskiptaþjónustu

Tungumál EN
Heim

Nýjar reglur um rekstur fjarskiptaneta og fjarskiptaþjónustu

12. apríl 2005

Póst- og fjarskiptastofnun hefur sett nýjar reglur um almenna heimild til að reka fjarskiptanet og fjarskiptaþjónustu.

Reglurnar eru nr. 345/2005 og voru birtar í stjórnartíðindum þann 6. apríl sl. Með lögum um fjarskipti nr. 81/2003 var afnumin með öllu skylda fjarskiptafyrirtækja til þess að sækja um sérstakt rekstrarleyfi hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Einnig varð nokkur breyting á þeim skilyrðum sem setja má fyrir almennri fjarskiptastarfsemi. Nýju reglurnar taka mið af þessum breytingum. Fjarskiptafyrirtæki sem þurfa á tíðni- og númeraúthlutunum að halda þurfa eftir sem áður að sækja um slíkt til stofnunarinnar og lúta sérstökum skilyrðum sem ekki koma fram í reglum um almenna heimild.

Sjá nýju reglurnar

Til baka