Hoppa yfir valmynd

Bætt öryggi í fjarskiptum - nýjar reglur fyrir fjarskiptafyrirtæki

Tungumál EN
Heim

Bætt öryggi í fjarskiptum - nýjar reglur fyrir fjarskiptafyrirtæki

27. desember 2007

Póst- og fjarskiptastofnun hefur gefið út reglur sem fjalla um öryggi í fjarskiptum, vernd neta og upplýsinga sem um þau fara og gæði IP-fjarskiptaþjónustu.  Reglurnar hafa verið birtar í Stjórnartíðindum og taka gildi þann 1. júlí 2008.

Um er að ræða þrjá reglubálka sem taka á mismunandi þáttum net- og upplýsingatækni. Eru reglurnar settar í framhaldi af breytingu á lögum um fjarskipti sem gerð var í mars 2007 þar sem PFS er heimilað  að setja slíkar reglur.

Frá árslokum 2005 hefur verið unnið mikið starf hjá PFS við að stuðla að auknu net- og upplýsingaöryggi, m.a. með því að móta kröfur um ákveðin viðmið í þeim efnum.  Með nýju lögunum sem tóku gildi í mars sl. var settur aukinn kraftur í þessa vinnu sem nú hefur skilað sér með birtingu þessara reglna.
Víðtækt samráð var haft við hagsmunaaðila og tillit tekið til sjónarmiða þeirra.  M.a. var sérstakur vinnuhópur settur á laggirnar um gerð reglna um vernd, virkni og gæði IP-fjarskiptaþjónustu.  Í þeim hópi sátu fulltrúar PFS, fjarskiptafyrirtækja og neytenda.

Reglur um vernd upplýsinga í almennum fjarskiptanetum nr. 1221/2007

Reglur um virkni almennra fjarskiptaneta nr. 1222/2007

Reglur um vernd, virkni og gæði IP fjarskiptaþjónustu nr. 1223/2007

Sjá einnig:
Lög um fjarskipti nr. 81/2003 og Lög nr.39/2007 um breytingu á lögum um fjarskipti  nr.81/2003

 

 

Til baka